Vörugjald
Miðvikudaginn 21. desember 1988

     Geir H. Haarde:
    Herra forseti. Þær tillögur sem hér eru til atkvæða eiga það sameiginlegt að vera árás á íslenskan iðnað, íslenskt iðnverkafólk, húsbyggjendur á Íslandi og ýmsa fleiri aðila sem of langt mál yrði upp að telja. ( ÓÞÞ: Það væri gaman að heyra þá líka.) Við sjálfstæðismenn getum ekki staðið að þessari tillögu. Við segjum þess vegna nei og það geri ég.