Tekjuskattur og eignarskattur
Miðvikudaginn 21. desember 1988

     Ragnar Arnalds:
    Herra forseti. Eins og flestum er kunnugt er endurstofnverð húsa víða úti á landi liðlega tvöfalt fasteignamatsverð. Tillagan felur því í sér að það er verið að leggja það til að eignarskattur á þetta húsnæði hækki þannig að hann verði a.m.k. 2% í staðinn fyrir það sem nú er á eignir umfram 5 millj. Þar að auki er fasteignamatsverð miðað við söluverð eigna og þannig er því hér gerð tillaga um að eignarskattur sé lagður á eignir sem ekki eru í raun og veru til því að eignirnar eru ekki meira virði en sem nemur fasteignamatsverði. Mér finnst þetta því með fráleitari tillögum sem ég hef séð í þinginu og segi nei.