Þjóðargjaldþrot
Fimmtudaginn 22. desember 1988

     Fyrirspyrjandi (Halldór Blöndal):
    Hæstv. forseti. Fyrirspurn mín til forsrh. laut að því hvort hann teldi að þjóðin væri nálægt þjóðargjaldþroti að óbreyttri stjórnarstefnu. Nú hefur hæstv. forsrh. skýrt frá því að ríkisstjórnin hyggist söðla um, taka upp aðra stefnu í atvinnumálum og þannig forða þjóðargjaldþroti. Í þessum ummælum hæstv. forsrh. felst viðurkenning á því að sú stefna sem ríkisstjórnin hefur fylgt í atvinnumálum leiði til þjóðargjaldþrots.