Tekjuskattur og eignarskattur
Fimmtudaginn 22. desember 1988

     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Í öllum þessum hamagangi hafði ég tekið þau orð trúanleg að þetta væri almennt um að auka fyrningar. Það á þá að gera á skrifstofuáhöldum og tækjum upp í 20% eins og er í núgildandi lögum. Mér finnst hins vegar hálfsmátt að segja að ,,svo og annað lausafé sem fellur ekki undir 1.--3. tölul.`` skuli vera í 15% fyrningum, þannig að naglbítarnir hans Ëykons verða eftir sem áður í 15% fyrningum því að ekki geta naglbítar verið skrifstofuáhöld og tæki þó að gatarar séu það. Ég held að það sé best að láta þetta afskiptalaust og ég greiði ekki atkvæði.