Tekjuskattur og eignarskattur
Fimmtudaginn 22. desember 1988

     Júlíus Sólnes:
    Virðulegi forseti. Þrátt fyrir þessar síðustu breytingar sem við vorum að samþykkja hér, sem eru allar til bóta og lagfæra ýmis atriði í frv., verður ekki horfið frá þeirri staðreynd að frv. gerir ráð fyrir verulegri skattaíþyngingu, sérstaklega þó á atvinnulífinu, þ.e. fyrirtækjunum.
    Þá er einnig um að ræða að einstaklingar og fjölskyldur verða nú skattlagðar vegna eignamyndunar sinnar sem þær hafa unnið við að afla með hörðum höndum af sparifé sínu sem þær hafa þegar greitt skatta af. Svona skattheimta er gengin út í öfgar. Ég segi nei.