Fjármálaráðherra (Ólafur Ragnar Grímsson):
    Virðulegi forseti. Ég vil aðeins geta þess vegna orða hv. fyrirspyrjanda að samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar og tillögum fjvn. er gert ráð fyrir því að í því fjárlagafrv. sem hér kemur til afgreiðslu verði verulega dregin saman útgjöld til risnu, veisluhalda og annarra slíkra atburða á vegum opinberra aðila á árinu 1989.