Albert Guðmundsson:
    Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. fyrir að verða við þeirri ósk að gefa upplýsingar og svör við þeim spurningum sem ég lagði fram áðan og að nú hefur að mér skilst verið ákveðið að hv. fjh.- og viðskn. þessarar virðulegu deildar komi saman aftur á milli 2. og 3. umr. og að henni lokinni liggi fyrir þær upplýsingar sem beðið hefur verið um í þessari deild. Út af fyrir sig kemur mér ekkert við hvað hæstv. ráðherra eða aðrir gefa af upplýsingum til sjálfstæðismanna í einhverri nefnd á lokuðum fundi í Ed. Ég sem þingmaður, sem þingmaður, ekki sem flokksmaður neins staðar, á rétt á því að biðja um þær upplýsingar frá ríkisstjórninni, frá ráðherrum sem ég tel mig þurfa og því verður ekki breytt. Það er minn réttur hér.
    En ég þakka ráðherra fyrir að taka undir það að hafa fund á ný í hv. fjh.- og viðskn. þannig að upplýsingar liggi þá fyrir við 3. umr.