Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa
Þriðjudaginn 07. febrúar 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Borist hefur svofellt bréf frá forseta Nd.:
    ,,Stefán Valgeirsson, 6. þm. Norðurl. e., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég vegna veikinda get ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Älþingis að óska þess að vegna sjúkrahúsvistar 1. varamanns taki 2. varamaður Samtaka um jafnrétti og félagshyggju í Norðurlandskjördæmi eystra, Auður Eiríksdóttir oddviti, sæti á Alþingi í forföllum mínum.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.``
    Þá hefur borist símskeyti frá séra Pétri Þórarinssyni, 1. varamanni, en þar segir:
    ,,Ég undirritaður, 1. varamaður Samtaka um jafnrétti og félagshyggju í Norðurlandskjördæmi eystra, get ekki í fjarveru Stefáns Valgeirssonar tekið sæti á Alþingi þar eð ég ligg á sjúkrahúsi. Óska ég þess að 2. varamaður Samtaka um jafnrétti og félagshyggju, Auður Eiríksdóttir, taki sæti á Alþingi fyrir mig.
Virðingarfyllst.

Pétur Þórarinsson.

Gert fyrir hönd eiginmanns míns.

Ingibjörg Sigurlaugsdóttir.``

    Þá er hér annað bréf frá forseta Nd., svohljóðandi:
    ,,Málmfríður Sigurðardóttir, 6. þm. Norðurl. e., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég vegna veikinda get ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að 1. varamaður Samtaka um kvennalista í Norðurlandskjördæmi eystra, Jóhanna Þorsteinsdóttir sölufulltrúi, taki sæti á Alþingi í forföllum mínum.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.
Kjartan Jóhannsson,

forseti Nd.``

    Hann undirritaði að sjálfsögðu einnig hið fyrra bréf.
    Loks er hér þriðja bréfið frá forseta Nd. og hljóðar svo:
    ,,Guðmundur G. Þórarinsson, 10. þm. Reykv., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna anna 1. varamanns taki 2. varamaður Framsfl. í Reykjavík, Sigríður Hjartar lyfjafræðingur, sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.
Kjartan Jóhannsson,

forseti Nd.``

    Þá er hér bréf frá 1. varamanni sem hljóðar svo:

    ,,Vegna sérstakra anna sé ég mér ekki fært að taka sæti Guðmundar G. Þórarinssonar, 10. þm. Reykv., á Alþingi í þessum mánuði.

Finnur Ingólfsson,

1. varaþingmaður Framsfl. í Reykjavík.``

    Með bréfum þessum fylgja kjörbréf Sigríðar Hjartar, Auðar Eiríksdóttur og Jóhönnu Þorsteinsdóttur.
    Samkvæmt þessum bréfum og með vísan í 4. gr. þingskapa ber hv. kjörbréfanefnd nú að prófa kjörbréf Auðar Eiríksdóttur oddvita, Jóhönnu Þorsteinsdóttur sölufulltrúa og Sigríðar Hjartar lyfjafræðings. Gert verður hlé á fundinum í fimm mínútur meðan kjörbréfanefnd starfar. --- [Fundarhlé.]