Fjölskylduráðgjöf
Þriðjudaginn 07. febrúar 1989

     Guðrún Agnarsdóttir:
    Aðeins örfá orð, hæstv. forseti, vegna ummæla hæstv. forseta í ræðustól áðan varðandi friðarfræðslu.
    Ég hygg að þær glefsur af fundi sem hann heyrði getið um í útvarpinu hafi verið af fundi sem Kvennalistinn hélt nýlega á Hótel Borg um vígbúnað á Íslandi. Þá vil ég einungis vegna orða hans leggja mikla áherslu á að þeir sem mest hafa velt fyrir sér friðarfræðslu og framkvæmd hennar telja að hún eigi sannarlega samleið með friðarboðskap kristinnar trúar og þar eigi einnig að vera samvinna á milli heimilanna og foreldra og þess friðarboðskapar sem þau brýna fyrir börnum sínum. Ég held því að þar sé enginn ágreiningur.