Háskóli Íslands
Þriðjudaginn 07. febrúar 1989

     Guðrún Agnarsdóttir:
    Herra forseti. Aðeins örfá orð. Ég fagna því að þetta frv. er komið fram. Ég fagna því að með því skuli Háskólanum falið meira vald og meira sjálfstæði í eigin málum en hann hefur haft til þessa. Ég vek hins vegar einnig athygli á því að um leið og Háskólanum er falið meira vald er honum jafnframt falin meiri ábyrgð og gerðar meiri kröfur til hans um fagleg vinnubrögð og ég er þess fullviss að undir því mun hann rísa.
    Það kunna að vera einhver álitamál um einstaka þætti frv. og framkvæmd þeirra eins og fram kom hjá hæstv. ráðherra, en ég hygg að menntmn. deildarinnar muni fá tækifæri til umfjöllunar um það og viðtala við þá aðila innan Háskólans sem ekki eru á eitt sáttir um þetta frv.