Vinnubrögð í Seðlabanka Íslands
Miðvikudaginn 08. febrúar 1989

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson):
    Virðulegi forseti. Það eru tvær athugasemdir. Í fyrsta lagi leyfi ég mér að andmæla villandi ummælum 1. þm. Suðurl. þegar hann segir að úrskurður forseta hafi ekki berið borinn undir Alþingi. Forseti kvað upp úrskurð sem rökstuddur var með vísan til þingskapalaga og bar undir Alþingi hvort hann skyldi staðfestur. Alþingi staðfesti þennan úrskurð og vísaði þessu frá þannig að það er óþarfi að væna forseta um annað. Alþingi staðfesti þetta. Ég skal síðan ekki níðast á tímamörkum sem sett voru.
    Það var minnst hér á Blóðbankann. Það hefði verið ástæða til þess að taka til varnar fyrir ýmsa menn. En þótt seðlabankar séu umdeildir vil ég að lokum segja að það er alveg óumdeilt að Blóðbankinn er þó sýnu þarfari.