Umræður um vinnubrögð í Seðlabanka
Miðvikudaginn 08. febrúar 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Vegna orða hv. 1. þm. Reykn. vil ég segja þetta: Hann hefur sjálfur verið forseti þessa þings og veit það eins vel og ég að auðvitað semja forsetar þingsins um fundahald hvers dags, einkum þegar sameinað þing er haldið á degi sem það er ekki vant að koma saman á. Hv. þm. verða hins vegar að gera það upp við sig hvort þeir ætla að hindra að hér fari fram fundir í deildum í dag, en til þess gefst nú einungis einn klukkutími. Það er ljóst að hæstv. viðskrh. mun tala fyrir einum fjórum málum í dag a.m.k. þannig að þingheimi hlýtur að vera ljóst að til umræðu sem þessarar er enginn tími.