Loðdýrarækt
Fimmtudaginn 09. febrúar 1989

     Kristinn Pétursson:
    Hæstv. forseti. Ég get ekki komist hjá því að benda á eitt í sambandi við landbúnaðarmál eða loðdýrarækt sem er til umfjöllunar nú. Það er alltaf verið að gera einhverjar aðgerðir í þessu, aðgerðir í hinu, aðgerðir í landbúnaði, aðgerðir í iðnaði, aðgerðir í skipasmíðaiðnaði. Af hverju er alltaf verið að gera allar þessar aðgerðir? Hvaða aðgerðir eru þetta? Af hverju allar þessar aðgerðir? Það er vegna þess að hagstjórnin í landinu er svo kolvitlaus. Það er ekki rekstrargrundvöllur fyrir einu einasta hæti, hvorki landbúnaði eða öðru. Það er málið sem þarf að laga.
    Af hverju eru vextir svo háir? Er það af allri þessari frjálshyggju? ( Gripið fram í: Já.) Já? Er það loftvoginni að kenna þegar það er stormur úti? Það er sem sagt loftvoginni að kenna ef það er rok úti. ( Gripið fram í: Nei.) Ja, ég kemst ekki hjá því að benda á þetta vegna þess að það er grudnvallaratriði að menn fari að gera sér grein fyrir því að hagstjórn á Íslandi er að fara með þessa þjóð í hinar hræðilegustu ógöngur og það á jafnt við loðdýrarækt og annað.