Tilhögun þingfundar
Mánudaginn 13. febrúar 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti tilkynna að umræða utan dagskrár mun fara fram að loknu 1. dagskrármáli sem er rannsókn kjörbréfs. Umræðan fer fram að beiðni hv. 4. þm. Vesturl. og er um ástand raforkumála. Umræðan fer fram samkvæmt fyrri mgr. 32. gr. þingskapa og skal ekki standa lengur en í hálftíma.