Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa
Mánudaginn 13. febrúar 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Mér hefur borist svohljóðandi erindi:
    ,,Danfríður Skarphéðinsdóttir, 6. þm. Vesturl., hefur ritað mér á þessa leið:
    ,,Þar sem ég er á förum til útlanda í persónulegum erindagjörðum get ég ekki sótt þingfundi á næstunni. Leyfi ég mér því með skírskotun til 130. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Kvennalistans í Vesturlandskjördæmi, Birna K. Lárusdóttir, sæti á Alþingi í fjarveru minni.``
    Þetta er yður hér með tilkynnt, hæstv. forseti, með ósk um að fram fari í sameinuðu þingi rannsókn á kjörbréfi varamanns.``
    Þetta bréf er undirritað af Jóni Helgasyni, forseta Ed. Bréfinu fylgir kjörbréf Birnu K. Lárusdóttur.
    Annað bréf hefur einnig borist til hæstv. forseta Ed.:
    ,,Þar eð ég dvel erlendis í febrúarmánuði get ég ekki tekið sæti Danfríðar Skarphéðinsdóttur á Alþingi.
Virðingarfyllst,

Ingibjörg Daníelsdóttir.``

    Samkvæmt þessu bréfi og samkvæmt 4. gr. þingskapa ber nú kjörbréfanefnd að prófa kjörbréf Birnu K. Lárusdóttur, 2. varamanns Kvennalistans í Vesturlandskjördæmi. Gert verður hlé á fundinum í 5 mínútur á meðan kjörbréfanefnd starfar.