Ríkisreikningur 1979
Þriðjudaginn 14. febrúar 1989

     Frsm. fjh.- og viðskn. (Árni Gunnarsson):
    Herra forseti. Nefndin hefur fjallað um frv. og orðið sammála um að mæla með samþykkt þess. Ragnar Arnalds og Ingi Björn Albertsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins, en undir nál. rita nöfn sín Páll Pétursson, Árni Gunnarsson, Jón Kristjánsson, Kristín Halldórsdóttir og Friðrik Sophusson.
    Það þarf þó að koma hér fram að í nefndinni komu fram nokkrar athugasemdir við það að hér skyldi vera á ferðinni frv. til laga um samþykkt á ríkisreikningi fyrir árið 1979, þ.e. 10 ára gömlum ríkisreikningi og kem ég þeim munnlegu athugasemdum hér með á framfæri.