Ríkisreikningar 1981-1986
Þriðjudaginn 14. febrúar 1989

     Frsm. fjh.- og viðskn. (Árni Gunnarsson):
    Herra forseti. Það má nú segja að skörin færist enn upp í bekkinn í þessu máli varðandi ríkisreikninga. En fjh.- og viðskn. hefur fjallað um þetta frv. sem hér liggur fyrir um samþykkt á ríkisreikningi fyrir 6 ár, árin 1981, 1982, 1983, 1984, 1985 og 1986. Nefndin hefur orðið sammála um að mæla með samþykkt þess enda engin efni til annarrar afgreiðslu á málinu.
    Ragnar Arnalds og Ingi Björn Albertsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en undir nál. rita nöfn sín: Páll Pétursson, Árni Gunnarsson, Jón Kristjánsson, Kristín Halldórsdóttir og Friðrik Sophusson.