Tekjuskattur og eignarskattur
Miðvikudaginn 15. febrúar 1989

     Valgerður Sverrisdóttir:
    Hæstv. forseti. Það var örstutt vegna þess að mér fannst óviðeigandi þau orð sem hv. 8. þm. Reykv. lét falla í garð Kvennalistans. Hv. 6. þm. Reykv. hefur fjarvistarleyfi og við vitum að hv. 6. þm. Vesturl. hefur ekki haldið sína jómfrúræðu enn þá og ég skil ákaflega vel að hún skuli ekki hafa treyst sér til að taka þátt í umræðunni. En ég vil líka geta þess að ég var vitni að því þegar þessu frv. var dreift hér í hv. deild að hv. 6. þm. Reykv. áleit sig ekki hafa svarað því hvort hún vildi vera meðflm. Það kom henni á óvart að það væri búið að dreifa frv. því að hún sagði: Ég var bara ekki búin að svara hvort ég ætlaði að vera með eða ekki.
    Ég vildi bara að þetta kæmi fram.