Flm. (Ingi Björn Albertsson):
    Hæstv. forseti. Mér láðist í framsögu að óska þess að till. þessari verði vísað til hv. allshn. og síðari umr. En ég þakka síðasta ræðumanni fyrir hans innlegg og jákvæða umfjöllun um þetta mál og fagna því að verið er að vinna kröftuglega að lausn þessa vandamáls á erlendum vettvangi.
    Ég vil hins vegar geta þess í lokin að eins og ég kom inn á áðan var þetta mál flutt á síðasta þingi og sent í nefnd eins og flest önnur mál. Hins vegar komst það aldrei út úr þeirri nefnd þrátt fyrir að allir viðurkenni nauðsyn þessa máls. Það er reyndar umhugsunarefni hvernig slíkt megi ske að þegar nánast allir eru sammála því að hér sé um mikið vandamál að ræða sé mál látið frjósa í nefnd í þinginu. Ég fer þess vinsamlegast á leit við þá nefnd sem fær þetta mál núna, hún er kannski skipuð jákvæðari mönnum í þessu máli, að hún dragi upp ermarnar og komi þessu máli áfram og út úr nefnd og til afgreiðslu í þinginu.