Flm. (Ingi Björn Albertsson):
    Hæstv. forseti. Ég vil í upphafi fá að þakka forseta fyrir þær örfáu mínútur sem forseti vill gefa þessu máli til þess að það megi fá afgreiðslu og komast til nefndar.
    Að beiðni þriggja þingmanna var farið fram á að hæstv. fjmrh. kæmi og gæfi álit sitt á þessari tillögu þar sem farið er fram á að skipuð verði nefnd sem kanni innflutning á vörum á fölsuðum upprunaskírteinum. Það liggur fyrir, bæði frá innflytjendum sjálfum, frá Félagi iðnrekenda og frá ráðherrum í síðustu ríkisstjórn, að slíkur innflutningur er talsverður og m.a. þess vegna var þessi tillaga lögð fram.
    Eins og ég lofaði hæstv. forseta eyði ég hálfri mínútu. Hún er komin. Ég vil þá biðja hæstv. ráðherra að gefa okkur sína skoðun á þessu máli.