Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Ég vil láta í ljós ánægju mína yfir því að hæstv. viðskrh. hefur séð til þess að fjár verði aflað til þess að hefja á nýjan leik samstarf milli verkalýðshreyfingar og Verðlagsstofnunar og Neytendasamtaka um eftirlit með verðlagi og tel það af hinu góða. En ég verð á hinn bóginn að átelja að við athugun málsins í fjh.- og viðskn. var þess ekki getið og engar upplýsingar lágu fyrir um að sérstök aukafjárveiting hefði verið veitt í þessu skyni og er æskilegt að þegar um slíkar ákvarðanir er að ræða í ríkisstjórn fái þær þingnefndir sem um viðkomandi mál fjalla upplýsingar um svo mikilvæg atriði.