Frestun þingfundar
Föstudaginn 17. febrúar 1989

     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Ég er alveg sammála því að ekki er óeðlilegt að það sé gefið kaffihlé. Það komu hér menn sem þurftu að fá hjá mér upplýsingar varðandi frv. til lánsfjárlaga áðan og hefði ég vitað um að hugmyndin var að gefa kaffihlé hefði ég að sjálfsögðu beðið þá að bíða þangað til. En vegna þess að ég hélt að hér yrði haldið sleitulaust áfram talaði ég við þá þegar þeir voru hér og missti af þeim sökum af lokum umræðunnar um lánsfjárlögin við 2. umr.
    En ég vil mælast til þess eftirleiðis að stjórnarandstaðan fái þá að vita um það eins og stjórnarmeirihlutinn ef hugmyndin er sú að það séu veitt sérstök kaffihlé. --- [Fundarhlé.]