Verðbréfaviðskipti
Mánudaginn 20. febrúar 1989

     Páll Pétursson:
    Herra forseti. Ég vek athygli á því að í brtt. meiri hl. segir svo:
    ,,Seðlabanki Íslands skal`` --- og ég undirstrika orðið skal --- ,,láta sömu reglur, eftir því sem við getur átt, gilda um verðbréfasjóði að því er varðar bundið fé og settar eru innlánsstofnunum`` o.s.frv.
    Ég tel að þetta sé fullnægjandi orðalag. Ég tel að það beri ekki mikið á milli við flm., en tel að það orðalag sem er á grein eins og meiri hl. leggur til sé fullnægjandi. ( FrS: Hvað ber nú á milli?) Það ber þarna á milli að hv. þm. Auður Eiríksdóttir óskar eftir því að út falli orðin ,,eftir því sem við getur átt``. Ég tel að það sé óþarfi að fella þau út og segi nei.