Verðbréfaviðskipti
Mánudaginn 20. febrúar 1989

     Friðrik Sophusson:
    Virðulegur forseti. Þessi brtt., ef samþykkt yrði, mundi koma í veg fyrir að Seðlabankinn gæti látið sömu reglur gilda ,,eftir því sem við getur átt``. Vegna umræðna sem farið hafa farið um þessi mál og sérstaklega yfirlýstar skoðanir hæstv. ráðherra er augljóst að ekki á að beita þessu ákvæði nema verðbréfasjóðir taki upp á því að verða eins konar innlánsstofnanir. Þar sem samþykkt þessarar tillögu gæti breytt því og orðið til þess að skylda Seðlabankann til að láta sömu reglur gilda fortakslaust segi ég nei.