Varaflugvöllur
Mánudaginn 20. febrúar 1989

     Hreggviður Jónsson:
    Hæstv. forseti. Ég vil taka undir með hv. 2. þm. Norðurl. e. það sem hann sagði um þingsköp. Það er náttúrlega vansi að því að hæstv. forsrh. skuli vera í veisluglaumi úti í bæ í staðinn fyrir að vera á þingfundi og ekki mæta til þingfundar þegar svo mikilvægt mál er til umræðu. Það er alveg lágmarkskrafa að hann mæti. Við erum búin að bíða alllengi eftir honum. M.a. hélt ég mína ræðu án þess að hann væri staddur hér í trausti þess að hann mundi mæta síðar. Ég óska eftir því að fundi verði frestað þar til hann er mættur.