Varaflugvöllur
Mánudaginn 20. febrúar 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Nú stendur þannig á að nauðsynlegt er að ljúka í kvöld umræðu um 4. dagskrármálið. Ég vil leita samstarfs við hv. þm. Einungis tveir þingmenn eru á mælendaskrá. Umræða þessi hefur dregist úr hömlu og nær ekki nokkurri átt að skilja við hana án þess að henni sé lokið í kvöld. Ég vil fara þess á leit við hv. þingheim að hann takmarki ræðutíma sinn sem kostur er og ekki síst af tillitssemi við hæstv. utanrrh. sem ætti löngu að vera farinn heim til að taka þátt í undirbúningi hátíðahalda á morgun.