Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Vegna þeirra orða sem hér hafa fallið vil ég taka fram að ég hef aldrei sagt að stjórnarandstaðan í heild hafi tafið þingstörf. Það kom skýrt fram í máli mínu hverja ég tel hafa tafið þingstörfin. Ég vil jafnframt taka fram að það hefur aldrei verið sök forseta að þessu máli var frestað. Það hefur ævinlega verið af utanaðkomandi ástæðum sem ekki varð ráðið við og ekki síst frá þeim sem harðast hafa ráðist að forseta fyrir að þetta mál hefur ekki enn þá orðið útrætt.
    Ég vil geta þess jafnframt að á fundi sem haldinn var fyrir nokkrum mínútum varð samkomulag um það, og það var samkomulag sem forseti ætlast til þess að haldi, að til lokaumræðu um þetta mál verði gefinn tíminn frá klukkan tólf á fimmtudaginn til klukkan hálftvö. Mótmæli því samkomulagi enginn mun það verða svo og þessari umræðu þá frestað nú, en ef menn hafa eitthvað við það að athuga verður fundinum að sjálfsögðu haldið áfram.