Verðbréfaviðskipti
Þriðjudaginn 21. febrúar 1989

     Frsm. meiri hl. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):
    Herra forseti. Varðandi vinnubrögð í nefndinni er því til að svara hv. 1. þm. Reykv. að við litum ekki sérstaklega á þessa skilgreiningu í lögunum en við lítum hins vegar svo á að eðlilegt sé að eftirlit sé haft með þessum viðskiptum og þetta var aðferð sem starfsmenn viðskrn. gátu fellt sig við og þeir töldu í þessu vera eðlilega neytendavernd. Að því leyti til féllst nefndin á þetta og varð sammála.
    Varðandi hugmynd hv. 3. þm. Norðurl. e. Árna Gunnarssonar um það að fella þarna ákveðin orð úr, geri ég það ekki að miklu máli. Mér finnst persónulega að það sé óþarfi og flæki ofurlítið afgreiðslu málsins. Ég er búinn að skýra hvað fyrir nefndinni vakti og sé ekki ástæðu til þess að við förum að tefja afgreiðslu málsins með því að flytja skriflega brtt. og fá afbrigði fyrir henni en hef svo sem ekki strangar skoðanir þar á móti. Þó er eitt sem ég vil láta í ljósi: flm. sá sem er faðir að þessu orðalagi, ,,glöggra upplýsinga``, er ekki viðstaddur hér í dag og er á sjúkrahúsi og mér er heldur verr við að gera miklar breytingar á þessu án samráðs við hann.