Tilhögun þingfunda
Miðvikudaginn 22. febrúar 1989

     Forseti (Kjartan Jóhannsson):
    Áður en gengið er til dagskrár vil ég taka fram að ef þess reynist kostur er ætlunin að setja annan fund síðar í dag til þess að taka fyrir þau mál sem kunna að vera tilbúin frá deildarnefndum, þ.e. frá fjh.- og viðskn. Ég bið þingmenn því að vera við því búna að setja þurfi annan fund og leita afbrigða. Ósk forseta er hins vegar sú að fundahöld í dag þurfi ekki að dragast á langinn og að tækifæri gefist á morgun til þess að klára þau mál sem komast áleiðis í dag og ég vil óska samvinnu deildarinnar um það. Þá er heldur ekki ætlun forseta að hafa kvöldfund vegna þess að búist er við að það geti orðið nokkuð ströng fundahöld á föstudeginum og ætlun forseta er ekki að ofþreyta menn fyrir þann tíma. Það eru ýmis mál sem þarf endilega að afgreiða frá deildinni og ættu vonandi að geta komið til afgreiðslu á föstudeginum. Þetta vildi ég taka fram áður en gengið er til dagskrár.