Endurskoðun útvarpslaga
Fimmtudaginn 23. febrúar 1989

     Menntamálaráðherra (Svavar Gestsson):
    Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Halldóri Blöndal fyrir hans athugasemdir. Það kemur í ljós í hans máli nú eins og áðan að honum tekst að misskilja allt. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um þessi efni með þeim hætti sem hann rakti áðan.