Ríkisreikningar 1981-1986
Fimmtudaginn 23. febrúar 1989

     Frsm. fjh.- og viðskn. (Eiður Guðnason):
    Virðulegur forseti. Á þskj. 544 liggur fyrir nál. frá fjh.- og viðskn. sem hefur rætt þetta mál og mælir með því að frv. um samþykkt ríkisreikninga fyrir árin 1981, 1982, 1984, 1985 og 1986 verði samþykkt. Það er svo hins vegar annað mál sem ég ætla ekki að gera að umræðuefni hér að auðvitað er ástæða til að þessi mál beri að með öðrum hætti hér á hinu háa Alþingi og það á nú kannski ekki síður við um hið síðara málið sem hér er á dagskrá.
    Undir þetta nál. rita auk frsm.: Valgerður Sverrisdóttir, Eyjólfur Konráð Jónsson, Jón Helgason og Margrét Frímannsdóttir.
    Fjarstaddir voru Halldór Blöndal og Júlíus Sólnes.
    Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt.