Viðskiptabankar og sparisjóðir
Þriðjudaginn 14. mars 1989

     Frsm. fjh.- og viðskn. (Valgerður Sverrisdóttir):
    Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 607 frá hv. fjh.- og viðskn. um frv. til l. um breytingu á lögum nr. 86/1985, um viðskiptabanka, og breytingar á lögum nr. 87/1985, um sparisjóði. Hér er um að ræða fylgifrv. með frv. því sem hér var á dagskrá næst á undan um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði.
    Nefndin hefur athugað frv. á fundi sínum og leggur til að það verði samþykkt óbreytt. Danfríður Skarphéðinsdóttir sat fundi nefndarinnar og er samþykk áliti þessu.