Ríkisreikningur 1987
Þriðjudaginn 14. mars 1989

     Frsm. fjh.- og viðskn. (Páll Pétursson):
    Herra forseti. Á þskj. 588 liggur fyrir álit fjh.- og viðskn. á frv. til laga um samþykkt á ríkisreikningi fyrir árið 1987 og vek ég nú athygli á því að við erum að færast nær nútímanum með ríkisreikninginn, þetta er árið 1987 og er þá halinn af.
    Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt. Til viðræðna við nefndina kom Sigurður Þórðarson vararíkisendurskoðandi. Undir nál. rita allir nefndarmenn, þ.e. auk mín Hreggviður Jónsson, Kristín Halldórsdóttir, Árni Gunnarsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Matthías Bjarnason og Ragnar Arnalds.