Húsnæðisstofnun ríkisins
Föstudaginn 17. mars 1989

     Guðrún Helgadóttir:
    Hæstv. forseti. Hér varð ég fyrir því óhappi að hæstv. forseti sem þá sat í sæti sínu virðist ekki hafa tekið eftir þegar ég bað um orðið langfyrst þingmanna. Til vitnis um það eru báðir sessunautar mínir, hv. 5. þm. Vesturl. og hv. 1. þm. Reykn., sem þegar hefur tilkynnt forseta að þetta sé rétt hjá mér. Nú sé ég að ég muni vera nr. 6 á mælendaskrá. Af þeim einföldu ástæðum að ég þarf að fara annað og hef lofað mér að vera annars staðar eftir tvo klukkutíma vil ég beina því til hæstv. forseta, ef enginn hv. þm. mótmælir því, hvort ég fengi að halda ræðu mína áður en mér er nauðugur einn kostur að fara því að hér hafa held ég orðið óumdeilanleg mistök hæstv. forseta.