Viðskiptabankar
Þriðjudaginn 21. mars 1989

     Frsm. 1. minni hl. fjh.- og viðskn. (Valgerður Sverrisdóttir):
    Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 654 frá 1. minni hl. hv. fjh.- og viðskn. um frv. til laga um breytingu á lögum um viðskiptabanka.
    Nefndin hefur athugað frv. og kallað á sinn fund Baldvin Tryggvason frá Sambandi íslenskra sparisjóða, Tryggva Pálsson frá Verslunarbanka Íslands, Stefán Pálsson frá Sambandi íslenskra viðskiptabanka og Þórð Ólafsson frá bankaeftirliti Seðlabanka Íslands. Fyrsti minni hl. nefndarinnar leggur til að frv. verði samþykkt með þeim brtt. sem birtar eru á sérstöku þskj.
    Ragnar Óskarsson var fjarverandi lokaafgreiðslu málsins.
    Undir nál. rita auk frsm. Jóhann Einvarðsson og Karl Steinar Guðnason.
    Með brtt. á þskj. 655, ef hún nær fram að ganga, er ráðning útibússtjóra bankanna ekki í höndum bankaráða eins og nú er heldur bankastjórna.
    Fyrsti minni hl. leggur sem sagt til að frv. verði samþykkt eins og það liggur fyrir með þeirri breytingu sem er á þskj. 655.