Afgreiðsla frumvarps til lánsfjárlaga
Þriðjudaginn 21. mars 1989

     Halldór Blöndal:
    Herra forseti. Ég er sammála því að það þarf að afgreiða lánsfjárlög og hefði þurft miklu fyrr. Við í stjórnarandstöðunni vorum tilbúnir til að gera það fyrir mánuði. Og ég tek undir að þessi dráttur hefur skaðað mörg fyrirtæki og byggðarlög meira en maður gerir sér grein fyrir í fljótu bragði. Á hinn bóginn er það auðvitað deginum ljósara að til þess að greiða fyrir þingstörfum er nauðsynlegt að fá lánsfjárlögin til umræðu í Nd.