Lánsfjárlög 1989
Miðvikudaginn 22. mars 1989

     Landbúnaðarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon):
    Herra forseti. Það er skilningur minn og ætlan og ég veit ekki betur en að það standist að fjárveitingar ársins 1989 dugi til að gera upp framkvæmdir vegna jarðræktarframlaga það sem ógreitt var vegna ársins 1987. Þær tölur eru mjög nálægt því að standast á og á ekki að skeika þar því sem ekki er viðráðanlegt að brúa þá með einhverjum öðrum hætti.