Lánsfjárlög 1989
Miðvikudaginn 22. mars 1989

     Jóhann Einvarðsson:
    Hæstv. forseti. Ég vísa til þeirra orða sem ég hafði áðan um þá brtt. varðandi sveitarfélögin sem fram kom í Nd. Ég tel að þarna sé verið að opna leið sem getur skapað talsvert miklar hættur á mörgum sviðum og við komum til með að fá beiðnir um verulega stórar upphæðir á næstu árum. Jafnframt með tilvísun til orða hæstv. fjmrh. fyrr á fundinum ætla ég að láta það koma skýrt fram, það þekki ég vegna fyrri starfa minna, að ég dreg í efa að það séu mörg sveitarfélög sem ekki geti lagt fram nauðsynlegar tryggingar og greiðsluáætlun ef þau fá nógu langt lán. Ég segi já.