Lánsfjárlög 1989
Miðvikudaginn 22. mars 1989

     Karl Steinar Guðnason:
    Herra forseti. Ég gerði grein fyrir áhyggjum mínum varðandi þann þátt er lýtur að lánafyrirgreiðslu til sveitarfélaga og geri það vegna þess að ég hef talsverða reynslu í sveitarstjórnarmálum. Ég hef verulegar áhyggjur af þessu og tel farið inn á mjög varhugaverða braut. Ég treysti því hins vegar að fjmrh. fari með þessa heimild eins og hann segir og mismuni ekki sveitarfélögum þegar til kastanna kemur og afli fullgildra trygginga. Þess vegna segi ég já.