Lánsfjárlög 1989
Miðvikudaginn 22. mars 1989

     Skúli Alexandersson:
    Herra forseti. Vegna þess að ég tel mig hafa nokkra reynslu í sveitarstjórnarmálum, hef verið í sveitarstjórn í rúmlega 20 ár, taldi ég ástæðu til að koma hér upp og lýsa því yfir að ég tel að það sem gert er í sambandi við ábyrgð fyrir sveitarfélög, verið að opna fyrir, sé ekki svo mikil nýjung í sambandi við það sem hefur verið að gerast og er að gerast í þjóðfélaginu á síðustu mánuðum. Ég hef stutt það að Atvinnutryggingarsjóður taki ábyrgð á hinum breytilegustu hlutum úti um landið og jafnvel með ótta um að þar geti átt sér stað mismunun. Ég mun einnig styðja það sem hér er verið að leggja til. Að vissu leyti er það hvort tveggja sem ég hef nefnt hér ákveðin neyðarráðstöfun vegna þess hvernig staðan er í þjóðfélaginu. Ég segi já.