Heræfingar varnarliðsins
Mánudaginn 03. apríl 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Klukkan er nú eitt að nóttu og hér hefur verið umræða um þetta ákveðna efni síðan kl. þrjú í dag. Forseti hefur því ákveðið að þessi umræða standi helst ekki lengur en þangað til kl. 1.15 og væntir samstarfs um það við hv. þm. Tveir hafa kvatt sér hljóðs ( RH: Um þingsköp.) Það er engin ástæða til þess, hv. þm. Forseti hefur vald til að slíta þessari umræðu. ( RH: Er mér neitað um orðið um þingsköp?) Forseti hefur ekki lokið máli sínu, hv. þm. Forseti þykist hafa komið mjög til móts við vilja þingmanna nú í dag. Það er engin ástæða til þess að hefja nú umræður hér að nýju um hánótt. Ég stend við það, nú hafa tveir aðrir hv. þm. beðið um orðið. Þessari umræðu verður að ljúka kl. hálftvö.