Tilhögun utandagskrárumræðu
Mánudaginn 03. apríl 1989

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson):
    Hæstv. forseti. Þetta er í fyrsta sinn sem sá sem hér stendur biður um orðið um þingsköp og kann það reyndar ekki.
    Út frá spurningunni um framlengingu þessa fundar og frekari umræðu, m.a. vegna einhverra nýrra upplýsinga sem fram hafi komið í svarræðu minni og óska um að hæstv. forsrh. sé gefinn kostur á að vera viðstaddur framhaldsumræðuna vil ég taka skýrt fram að allar þær upplýsingar sem ég fór með voru forsrh. kunnar vegna þess að þau minnisblöð sem ég flutti hafði ég afhent honum áður en hann flutti seinni ræðu sína þannig að hann hafði lesið þetta og við höfum rætt þau. Hún gefur því ekki tilefni til að framlengja umræðuna sérstaklega vegna þess að forsrh. hafi ekki verið kunnugt um þessar upplýsingar.