Tilhögun utandagskrárumræðu
Mánudaginn 03. apríl 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Forseti skynjar þann tilfinningahita sem hv. 1. þm. Suðurl. hefur lagt í þetta mál og beygir sig fyrir þessum vilja að umræðunni verði frestað þar til á næsta reglulegum fundi í Sþ. Forseti vill hins vegar benda á að hv. þm. hefðu þá átt að komast nær aðalatriðum málsins fyrr í dag heldur en að uppgötva aðalatriði nú þegar klukkuna vantar kort í tvö. En við þessari ósk verður orðið.