Lyfjadreifing
Þriðjudaginn 04. apríl 1989

     Frsm. heilbr.- og trn. (Guðrún Helgadóttir):
    Hæstv. forseti. Hér er um að ræða frv. til laga um breytingu á lögum nr. 76/1982, um lyfjadreifingu, með síðari breytingum.
    Málið er komið frá Ed. þar sem lagt var til að það yrði samþykkt óbreytt. Hér er í raun og veru einungis verið að lögleiða það sem viðgengist hefur við sölu lyfja þannig að það var enginn ágreiningur um málið í hv. heilbr.- og trn. Nd. Nefndin hefur fjallað um frv. og leggur til að það verði samþykkt. Guðmundur G. Þórarinsson og Geir H. Haarde voru fjarveradi við afgreiðslu málsins.
    Undir nál. á þskj. 689 skrifa Guðrún Helgadóttir, Jón Sæmundur Sigurjónsson, Ragnhildur Helgadóttir, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir og Jón Kristjánsson.