Mannvirkjasjóður NATO
Fimmtudaginn 06. apríl 1989

     Fyrirspyrjandi (Hreggviður Jónsson):
    Hæstv. forseti. Í umræðu um varaflugvöll hér á Alþingi nú nýlega kom fram að við erum ekki aðilar að þeim sjóði sem mun veita fé til slíkra framkvæmda. Þrátt fyrir að við höfum fengið fjárveitingar úr Mannvirkjasjóði NATO erum við ekki aðilar að þeim sjóði. Eðlilegra væri að við Íslendingar værum fullgildir aðilar að sjóðnum og tækjum þátt í störfum þar og fengjum úthlutað úr honum eins og aðrar vinaþjóðir okkar í NATO. Því er spurt:
    ,,Hver yrði árlegur kostnaður Íslendinga ef þeir gerðust fullgildir aðilar að Mannvirkjasjóði NATO?``