Frestun utandagskrárumræðu
Mánudaginn 10. apríl 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Vegna þessara orða hv. 18. þm. Reykv. þá held ég að hér sé farið að með fullkomlega eðlilegum hætti. Dagskráin var rofin fyrir utandagskrárumræðu, en þá hafði umræða um vegáætlun staðið nokkra stund. Ekki var þá gert ráð fyrir kvöldfundi sem nú hefur verið boðaður, þannig að upphaflega var gert ráð fyrir tveimur tímum til þessarar utandagskrárumræðu. Nú hefur þátttaka í henni orðið meiri en búist var við og að sjálfsögðu verður henni haldið áfram hér í kvöld, en nokkuð liggur við að koma vegáætlun til nefndar þannig að ég tel með öllu eðlilegt að við reynum að ljúka þeirri umræðu nú en höldum síðan áfram við utandagskrárumræðuna.