Frestun utandagskrárumræðu
Mánudaginn 10. apríl 1989

     Forseti (Guðrún Helgadóttir):
    Ég vil upplýsa hv. þm. um að hæstv. sjútvrh. skýrði fjarveru sína á þann veg að hann hefði fyrir mörgum mánuðum verið búinn að lofa að vera á fundi í Borgarnesi og ætti afar erfitt með að fresta því á síðustu stundu. Ég held að allir hv. þm. skilji þá aðstöðu af eigin raun. Hann taldi hins vegar að hér yrðu nógu margir ráðherrar og þar á meðal hæstv. fjmrh. til þess að vera í forsvari fyrir ríkisstjórnina og ég held þess vegna að hans staða í málinu sé með öllu eðlileg.
    Umræðu um þingsköp er lokið og nú tökum við til við fyrsta dagskrármálið þar til hæstv. fjmrh. kemur til þingsins.