Staðan í kjaramálum
Mánudaginn 10. apríl 1989

     Júlíus Sólnes:
    Virðulegi forseti. Ég get að mörgu leyti tekið undir með hv. 2. þm. Norðurl. e. að það væri að sjálfsögðu æskilegt að starfandi forsrh., hæstv. sjútvrh. Halldór Ásgrímsson væri viðstaddur þessa umræðu og því fyndist mér ekkert óeðlilegt þó að þessari umræðu væri frestað til morguns eins og hér hefur verið beðið um og get fyrir mitt leyti tekið undir þá ósk, en að sjálfsögðu mun ég hlíta úrskurði hæstv. forseta í því máli.