Staðan í kjaramálum
Mánudaginn 10. apríl 1989

     Þórhildur Þorleifsdóttir:
    Virðulegi forseti. Ég verð að lýsa undrun minni á þessari ákvörðun, sem tekin er í utandagskrárumræðu sem ég bað um, að nú skuli verða teknar nýjar ákvarðanir um hvernig henni er til hagað án þess að það skuli svo mikið sem borið undir málshefjanda. Fyrr í kvöld voru það ekki gild rök að ráðherrar væru ekki viðstaddir, en nú er allt í einu hægt að fresta fundi í einn og hálfan klukkutíma til að bíða eftir hæstv. sjútvrh. Vil ég óska skýringar á þessari breytingu hjá forseta.