Staðan í kjaramálum
Mánudaginn 10. apríl 1989

     Þórhildur Þorleifsdóttir:
    Virðulegi forseti. Ég tel það algerlega óviðunandi að hér sé dagskrá breytt að höfðu samráði við aðeins einn þingflokk. Ég ítreka að þessi umræða er vegna minnar beiðni og Kvennalistinn fór ekki fram á að umræðu yrði frestað til fimmtudags eða mánudags eða nokkurs annars dags. Ég óska eindregið eftir því að umræðunni sé haldið áfram núna. Þó að ég dragi ekki í efa að fróðlegt væri að spyrja hæstv. sjútvrh. margra spurninga er kannski ekki loku fyrir það skotið að umræðan standi enn þegar hann kemur í bæinn.